- Advertisement -

Styrkþegi Samherja í sjávarútvegsráðuneytinu

Eyþór Arnalds og Dóra Björt Guðjónsdóttir:
Í stað þess að svara ákvað Eyþór að draga mig fyrir forsætisnefnd og saka mig um brot á siðareglum. Þetta er þekkt aðferð hjá Sjálfstæðisflokknum og hans bakhjörlum.

„Fyrrum stjórnarformaður Samherja, náinn vinur forstjórans og ákafur styrkþegi frá fyrirtækinu, er enn sjávarútvegsráðherra þrátt fyrir að staðfest sé að hann var notaður sem leikmunur á hákarlafundi. Þorsteinn Már kynnti Kristján sem „sinn mann“ í ríkisstjórn. Enn sleppur oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við að svara fyrir himinháar upphæðir frá Samherja í gegnum Kýpurfyrirtæki sem notað er til að múta stjórnmálamönnum víða um heim. Enn stundar fyrirtækið linnulausa áróðursherferð gegn siðferðisvitund okkar allra í stað þess að koma heiðarlega fram. Þeir standa jú alltaf saman, samherjarnir.“

Þannig skrifar Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn, í Fréttablaðið.

Tilefni greinarinnar er samt þetta:

Síðasta útspil Samherja.

„Tæpt ár er síðan ég spurði Eyþór Arnalds hvort afskriftir Samherja hafi verið gjöf eða eftirgjöf skuldar til hans, kjörins fulltrúa, og um leið hvort hann sé í vasanum á Samherja. Ég kallaði eftir því að hann gerði heiðarlega grein fyrir sínu sambandi og samskiptum við Samherja, sérstaklega eftir að sýnt var fram á að Eyþór hafi tengsl við fyrirtæki sem Samherji notar til að múta stjórnmálafólki um allan heim. Einfaldar spurningar sem hann hefur aldrei svarað til fulls. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í stærsta sveitarfélagi landsins hefur hingað til komist upp með að fá gefnar hundruð milljóna frá Samherja.

Í stað þess að svara ákvað Eyþór að draga mig fyrir forsætisnefnd og saka mig um brot á siðareglum. Þetta er þekkt aðferð hjá Sjálfstæðisflokknum og hans bakhjörlum; að grafa undan, smætta og jaðarsetja þá sem setja þeim eðlileg mörk. Aðför Samherja að fjölmiðlafrelsinu þar sem fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan er tekinn fyrir er ágætis dæmi um aðferðirnar. Í því máli liggja þræðir beinustu leið til Valhallar.

Síðasta útspil Samherja í leit sinni að tilfallandi afvegaleiðingu snýst um hvort gagnið sem gagnrýni fjölmiðlamannsins byggist á kallist „skýrsla“ eða „vinnuskjal“. Þetta er bjánalegur útúrsnúningur. Merkjum okkur að staðfest hefur verið að plaggið er til sem þýðir að upphafleg vörn Samherja um að gagnrýnin byggi á uppspuna hélt ekki vatni.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: