- Advertisement -

Svandís og Ásmundur hunsa þingnefndir

Helga Vala Helgadóttir:
 Það er alveg ótækt, virðulegur forseti, þegar ráðherrar neita margítrekað að koma fyrir fastanefnd Alþingis til þess að ræða við þingmenn um nauðsynleg mál.

„Ég er komin hingað upp til að leita liðsinnis forseta varðandi það hversu erfiðlega gengur fyrir háttvirta velferðarnefnd að fá ráðherra málaflokka nefndarinnar til að koma fyrir nefndina. Við höfum ítrekað gert tilraun til að fá hæstvirtur heilbrigðisráðherra á undanförnum vikum til að ræða við okkur um þetta ófremdarástand varðandi leghálsskimanir, en það hefur gengið illa,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar.

„Þrátt fyrir að hafa boðið hvaða fundartíma sem er þá hefur því verið ósvarað og okkur boðið að fá embættismenn fyrir nefndina. Við höfum líka reynt án árangurs að fá hæstvirtan félags- og barnamálaráðherra fyrir nefndina til að ræða barnamál, sem verið hafa þar til umræðu, og hefur sá ráðherra einnig vísað í embættismenn. Þetta er auðvitað alveg ómögulegt af því að um er að ræða mjög mikilvæg mál en líka pólitískar ákvarðanir ráðherra í báðum tilvikum. Það er alveg ótækt, virðulegur forseti, þegar ráðherrar neita margítrekað að koma fyrir fastanefnd Alþingis til þess að ræða við þingmenn um nauðsynleg mál,“ sagði Helga Vala.

Í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar segir: „Löggjafar-, fjárstjórnar- og eftirlitshlutverk Alþingis verður styrkt á kjörtímabilinu með auknum stuðningi við nefndastarf og þingflokka.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: