- Advertisement -

Sýnum eldra fólki meiri virðingu

…mér finnst okkur Íslendinga stundum skorta svolítið á það.

„Það er misjafnt eftir þjóðfélögum hversu mikla virðingu þau bera fyrir eldri borgurum,“ sagði Birgir Þórarinsson Miðflokki í þingræðu.

„Eftir því sem ég hef upplifað finnst mér að við Íslendingar þurfum að taka okkur aðeins á. Ég starfaði um tíma í Miðausturlöndum og þar fannst mér mjög áhugavert að sjá hvernig samfélögin sem þar eru bera mikla virðingu fyrir eldra fólki. Margt hvað það varðar finnst mér að taka mætti til fyrirmyndar, mér finnst okkur Íslendinga stundum skorta svolítið á það. Sýnum eldra fólki þá virðingu sem það á skilið. Það er mikilvægt að því sé tryggð örugg og góð framfærsla.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: