- Advertisement -

Það er þetta með hann Bjarna

Í Silfrinu sagði Bjarni að ráðuneytið hans hefði fengið eintak af greinargerð Sigurðar Þórðarsonar. Sem Bjarna fannst ekki ýkja merkileg. Hafi ég skilið manninn rétt.

Í þinginu fyrir fáum dögum sagði Bjarni að hann hefði aldrei lesið greinargerð Sigurðar, setts ríkisendurskoðanda, í yfirferð um sölu Klakka.

Á Miðjunni er þessa frétt að finna:

„Bjarni Benediktsson upplýsti á Alþingi í morgun að hann hafi ekki séð skýrslu Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda í máli Lindarhvols, skýrslu sem Birgir Ármannsson þingforseti situr á.

Bjarni afneitaði skýrslunni, sem hann kallaði skjal en ekki skýrslu. Þá fullyrti Bjarni að hann hafi aldrei séð skjalið eða skýrsluna.

Hann sagði Ríkisendurskoðun hafa gert skýrslu um málefni Lindarhvols og sagði að aðeins væri hægt að hafa eina skýrslu um hvert mál.“

Þetta er merkilegt. Eflaust ekkert nýtt. Held að ráðherrar og þingmenn megi bara ekki fara vísvitandi með rangt mál í Alþingi. Ef rétt er þá það við um alla. Líka Bjarna Benediktsson.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: