- Advertisement -

Þagnarmúrinn hélt ekki

Leiðari Trúlega skýrist hvers vegna þingmenn Sjálfstæðisflokksins kusu að gera hið ógeðfellda mál Róberts Árna Hreiðarssonar að flokkspólitísku máli. Framganga þingmanna flokksins er mjög sérstök í málinu. En hvers vegna vildu þeir eigna sér og flokknum málið?

Treyst var á að almenningur fengi aldrei að vita um tildrög afgreiðslu málsins og alls ekki hvaða einstaklingar kvittuðu upp á ágæti Róberts Árna. Nú hefur komið í ljós að þagnarmúrinn, sem var reistur um málið, heldur ekki og upplýsingarnar, sem óskað hefur verið eftir, verða birtar. Það er sigur gegn ógeðfelldri stjórnsýslu.

Komin er sprunga í skjaldborg þagnarinnar sem segir að meira er hægt að gera. Vilji hins mikla valdaflokks varð ekki ofan á.

Sigurjón M. Egilsson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: