- Advertisement -

Þingmenn, fjölmiðlar, ríkið og ópíum

Stjórnmál / Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sáu til þess að „minni“ fjölmiðlar fá 100 milljónir til skiptanna. Áttu að fá 250 milljónir. „Stóru“ fjölmiðlarnir fá 300 milljónir en áttu að fá 150 milljónir. Árangri þeirra er eflaust fagnað á Mogga, Fréttablaði og hjá Sýn. Á sama tíma er öðrum brugðið.

Áhrifamesti þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason, skrifar um þetta í Mogga dagsins. Þar talar hann um hættulega ríkisstyrki. Ekki má gleyma að núverandi þingmenn hafa hækkað ríkisstyrki sinna flokka stórkostlega. Vilja ekki vera háðir félagsgjöldum. Völdu fjárhagslegt öryggi á ríkisins kostnað. Ekki má gleyma að allir fjölmiðlar skipta máli í samfélaginu.

Óli Björn líkir ríkisstuðningi við ópíum. Hann nefnir ekki stjórnmálaflokkana en lesa verður á milli línanna.

„Rík­is­styrk­ir verða hægt og bít­andi ópí­um fjöl­miðlunga. Fjöl­miðlun sem er háð rík­is­vald­inu með bein­um fjár­hags­leg­um hætti telst varla frjáls nema í orði.“ Þá ekki heldur þingmenn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: