- Advertisement -

Þingmenn sem sýna öðrum þingmönnum lítilsvirðingu

„Stundum skil ég ekki stillingu á háttvirtum þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem fara frá 0 upp í 10 án þess að hika, og hlæja svo og sýna öðrum lítilsvirðingu hér úti í sal af því að þeir þora ekki að líta í eigin barm og hafa ekki þorað mjög lengi. Um allt samfélag vinnur fólk eftir því að halda trúnað. Þetta hefur gert árum saman hér. Svo kemur upp mál. Er það einn þingmaður stjórnarandstöðunnar sem lítur í eigin barm? Enginn. Þetta er alltaf öðrum að kenna og þetta er alltaf þöggun, farið beint þangað, látið eins og hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi ekki málfrelsi,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé á Alþingi í dag.

„Þingmenn geta kallað eftir gestum á fundi, eftir ráðherrum á fundi, þeir geta getað beðið um opna fundi, þeir geta lagt fram fyrirspurnir, skýrslubeiðnir, farið fram á sérstakar umræður. Er þetta þöggun? Er þetta hefting á málfrelsi? Látið ekki svona. Þeir þurfa hins vegar að gæta orða sinna við fjölmiðla. Það er greinilega stundum gríðarlega erfitt að gera það. Það er það sem verið er að biðja um og þeir þurfa að þola það að aðrir hafi skoðun á því hvernig þeir tala.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: