- Advertisement -

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ráðist á Svandísi heilbrigðisráðherra

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vg, segir grein þingmannanna Jóns Gunnarssonar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Brynjars Níelssonar, ekki vera gagnrýni heldur árás á heilbrigðisráðherrann Svandísi Svavarsdóttur.

„Þetta er grimm stjórnarandstaða þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Ekki gagnrýni heldur árás á Svandísi,“ sagði Rósa Björk í Silfrinu rétt í þessu. „Þetta fólk gekk inn í stjórnarsamstarfið með opin augu,“ sagði hún.

Lýsingar minna mjög á umræðuna um villikettina í Vg í tíð ríkisstjórnar Vg og Samfylkingarinnar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir Svandísi vera að rústa heilbrigðiskerfinu.

Í grein þingmanna segir meðal annars:

„Sjúklingar eru sendir til útlanda á sama tíma og hægt er að framkvæma allt að tvær til þrjár aðgerðir fyrir verð einnar hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækjum hér heima. Þetta er fráleit ráðstöfun fjármagns og svar ráðherrans að ekki sé gert ráð fyrir fjármunum til að framkvæma aðgerðirnar hér heima er algerlega út í hött. Samhliða útboðsleið eins og þeirri sem við tölum fyrir væri eðlilegt að opinberar heilbrigðisstofnanir s.s. Landspítalinn – háskólasjúkrahús leigðu út aðstöðu til sjálfstætt starfandi aðila. Þannig fengist betri nýting á t.a.m. skurðstofum og tækjabúnaði sem ekki er í notkun stóran hluta sólarhringsins.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: