- Advertisement -

Útgerðin vill í skjól VG og Framsóknar

Framsóknarflokkur og VG eru vonir útgerðarinnar, Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins í vörninni gegn Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra. Hún hefur sagt að ekki standi til að breyta grunninum að innheimtu veiðigjalda. Sumum mislíkar það.

Auðvitað fer Morgunblaðið fremst þeirra sem vilja verjast sjávarútvegsráðherra og veiðigjöldunum. Blaðið leitar vopnabræðra og systra. Meira að segja er leitað til fólks sem hefur hingað til ekki verið á jólakortalista útgerðarinnar. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri smábátaútgerða, er þeirra á meðal. Hann segist hafa varað Alþingi Íslendinga við því að vinnuveitendur hans muni hugsanlega eiga erfitt með að borga ásett veiðigjöld. Alþingi gerði ekkert með varnaðarorð framkvæmdastjórans, að hans sögn.

Lilja Rafney Margnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, hefur ekki alltaf átt upp á pallborðið hjá útgerðarvaldinu. En það gildir ekki í dag. Morgunblaðið flaggar því að hún hefur sagst hafa áhyggjur af minni útgerðum og þeim meðalstóru.

Þetta er svo sem ekki ýkja merkileg innlegg í komandi baráttu miðað við það sem Mogginn hefur eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, sem í nokkur ár var jú sjávarútvegsráðherra, og Sjálfstæðisflokkurinn beitti neitunarvaldi þegar hann vildi gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Jæja, nú hefur blaðið eftir honum að hann hafi: „…miklar áhyggjur af minni og meðalstórum útgerðum.“

Alvaran minnkar ekki. Morgunblaðið bendir á að Þorgerður Katrín hafi talað fyrir breyttu fyrirkomulagi veiðigjalda.

„En breytingin sem Þorgerður og flokkur hennar hafa talað fyrir vegna gjaldtöku í sjávarútvegi hefur verið að hækka gjaldið. Mundi hækkun leysa vandann?“ Þannig spyr Morgunblaðið.

Brak og brestir eru í stjórnarsamstarfinu. Það kann að vera að bæði Vg og Framsókn séu mætti í biðstofuna séu tilbúin til verka.

Sigurjón M. Egilsson.

 

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: