- Advertisement -

Viðræðunum er sjálfhætt

Leiðari Dómur er fallinn. Innsti hringur Sjálfstæðisflokksins vill hvorki Vinstri græn eða formann flokksins, Katrínu Jakobsdóttur í ríkisstjórnarsamstarf. Sá hópur innan Sjálfstæðisflokksins sem hefur mest um það að segja hvort flokkurinn fer í ríkisstjórn og með hverjum hefur kveðið upp sinn dóm. Hann er þessi; ekki Katrínu og ekki VG.

Hvernig er hægt að segja þetta svona ákveðið. Jú, eftir að þingflokkur VG hafði setið klukkstundum saman á fundi þar sem niðurstaðan var aðeins sú áframhaldandi hik, féll dómurinn: „Og af hverju spyr enginn Katrínu, hvort hún sjái ekki eftir að hafa gengið gegn sjálfstæði Seðlabankans með því að reka seðlabankastjórana, greitt atkvæði með landsdómsákærunni gegn Geir og með Icesave-samningi Svavars? Það væri fróðlegt að fá svör hennar, úr því að hún er að sækjast eftir mikilvægri stöðu hjá þjóðinni.“

Dómsorðið getur ekki orðið ljósara. Þetta er búið. Það var Hannes Hólmsteinn Gissurarson sem skrifaði það. Hannes Hólmsteinn er ekki hver sem er, þegar innviðir Sjáflstæðisflokksins er skoðaðir og metnir. Ó, nei.

Sigurjón M. Egilsson

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: