- Advertisement -

Viðreisn fer gegn byggðakvóta

Líkingamál Viðreisnar:

Það eru 21 til 28 þúsund ódýr­ar Tesl­ur á hverju ári. Eða 7 til 9 þúsund Landcruiser Lux­ery.

„Lausn­in er auðvitað sú að hætta að út­hluta byggðakvóta og setja hann á markað,“ skrifar stofnandi Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, sannfærður um að best sé að leggja byggðakvótann af.

Þau sveitarfélög sem eru verst sett vegna kvótakerfisins eiga eflaust erfitt með að keppa um byggðakvótann við þau sem betur eru sett.

„Byggðastuðning­ur á að vera í formi pen­inga og með skýr mark­mið. Bæj­ar­fé­lög­in geta þá keypt kvóta, telji þau það upp­fylla mark­miðin best,“ skrifar stofnandi Viðreisnar.

Hann fer á flug og tekur dæmi sem fáir geta tengt við, þó einhverjir: „Byggðakvót­inn er stór hluti af heild­arafla­mark­inu eða 5,3%. Aðeins fjór­ar út­gerðir á land­inu fá meiri kvóta í sinn hlut. Verðmæt­in sem ríkið út­hlut­ar til byggðanna eru mik­il eða milli 5,5 til 7,6 millj­arðar króna sam­kvæmt skýrsl­unni. Kvót­an­um er dreift án nokk­urra skil­yrða – til þess að færa ástandið fimm­tíu ár aft­ur í tím­ann!

Miðað við þetta er ár­legt verðmæti alls kvóta á land­inu 100 til 150 millj­arðar króna. Það eru 21 til 28 þúsund ódýr­ar Tesl­ur á hverju ári. Eða 7 til 9 þúsund Landcruiser Lux­ery, svo talað sé mál sem út­gerðar­menn skilja.“

Veröld Viðreisnar er sýnilega veröld fárra. Veröld þeirra sem skilja helst líkingamál þar sem ofgnóttin ræður.

Grein Benedikts Jóhannessonar birtist í Mogga dagsins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: