- Advertisement -

Vilja þau styttu af Bjarna á Austurvöll?

„Fólkið í landinu á betra skilið. Hættum þessu rugli.“

Jóhann Páll Jóhannsson.

„Förum aðeins yfir það sem gerðist. Nú er eitt og hálft ár síðan fólkið í landinu vaknaði upp við að Bjarni Benediktsson hafði selt ríkiseign í lokuðu útboði á afslætti án þess að gætt væri að jafnræði og gagnsæi. Fólki var skiljanlega brugðið en þá hófst stóra gaslýsingin. Þetta tókst alveg glimrandi vel, sögðu þau fyrst, allt eins og það átti að vera. En þá fóru að vakna óþægilegar spurningar,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingu.

„Þá segir Katrín Jakobsdóttir: Ja, Bjarni gerði a.m.k. allt rétt. Og Bjarni sagði: Nei, þetta var ekki ég sem var að selja, þetta var Bankasýslan. Bankasýslan sagði: Ef eitthvað klikkaði þá voru það söluráðgjafarnir þarna. Svo mótmælti fólk á Austurvelli en það mátti alls ekki setja á fót rannsóknarnefnd, alls ekki. Fyrst átt að bíða eftir Ríkisendurskoðun, hvort það kæmi nokkuð athugavert fram í skoðun hennar. Ríkisendurskoðandi sagði: Jú, hér voru fjölþættir annmarkar; ekki gætt að jafnræði, ekki gætt að gagnsæi, Alþingi fékk misvísandi upplýsingar og eftirspurn var vanmetin sem kann að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs.

Þegar ríkisendurskoðandi komst að þessari niðurstöðu þá sagði Katrín: Þetta er ekki áfellisdómur. Svo hröktust þau úr einu víginu í annað og loks þegar þrír eftirlitsaðilar hafa komist að afgerandi niðurstöðu, þegar það liggur fyrir svart á hvítu að lögum og reglum var ekki fylgt, að það var misfarið með eignir ríkisins á vakt Bjarna Benediktssonar, sem segir af sér, þó það nú væri, þá sýnist mér að hálf stjórnmálastéttin ætli að marsera hérna út á Austurvöll og reisa af honum styttu við hliðina á Jóni Sigurðssyni fyrir þá stórkostlegu sjálfsfórn og mikilmennsku sem hann sýndi með því að hrökklast úr embætti,“ sagði Jóhann Páll. Hann endaði svona:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Fólkið í landinu á betra skilið. Hættum þessu rugli.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: