- Advertisement -

Vilja þrengja að minni stjórnmálaflokkum

Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp sem er ætlað að þrengja að minni flokkum. Nú er það svo að þeir flokkar sem fá 2,5 prósent atkvæða, og engan þingmann, eiga rétt á styrk úr ríkissjóði. Sjálfstæðisflokkurinn vill hækka þetta viðmið í fjögur prósent.

„Þá er lagt til að lágmarksatkvæðafjöldi stjórnmálasamtaka sem geti fengið úthlutað fé úr ríkissjóði verði hækkaður úr 2,5% í 4%. Þar vegast á sjónarmið annars vegar um að mikilvægt sé að undanskilja ekki sjálfkrafa flokka sem hafa ekki náð manni kjörnum á Alþingi í þágu lýðræðis og almennra skoðanaskipta og hins vegar að hlutfallstalan hvetji ekki fólk til framboðs vegna möguleikans á fjáröflun, enda er það ólýðræðislegt að úthluta háum fjármunum skattgreiðenda í þágu stjórnmálastarfsemi og hugmyndafræði sem þeir hafi hafnað í lýðræðislegum kosningum. Á móti er lagt til að stjórnmálasamtök, sem ekki uppfylli skilyrði laganna um framlög úr ríkissjóði, hafi rýmri heimildir til sjálfstæðrar tekjuöflunar. Rökin að baki þessu eru þau að þar sem slík samtök þiggja ekki framlög frá hinu opinbera, auk þess sem þau fari ekki með formlegt vald, sé ekki ástæða til þess að setja sjálfstæðri tekjuöflun þeirra eins miklar skorður og ella,“ segir í greinargerð með frumvarpinu.Málið er á dagskrá þingfundar á morgun. Diljá Mist Einarsdóttir er frysti flutningsmaður.

Mælt er til að dregið verði úr himinháum styrkjum til flokkanna sem eiga sæti á Alþingi. Síðar í greinargerðinni segir:

„Grundvöllur þess að stjórnmálaflokkar séu hornsteinn lýðræðis í landinu er sá að þar fari fram virk starfsemi og þjóðmálaumræða, en ríkiskostunin hefur dregið úr hvata flokkanna til að sinna því hlutverki. Það er öfugþróun enda eru stjórnmálaflokkar einungis skipulögð lýðræðisleg samtök fólksins sem þá myndar. Í framkvæmd hefur fjárstyrkur hins opinbera því hamlað starfsemi og sjálfstæði stjórnmálaflokka sem gengur þvert á upphaflegt markmið með setningu laganna. Þá hefur fjáraustur hins opinbera til stjórnmálaflokka síst dregið úr umfangsmikilli kosningabaráttu, eins og vonast var til með setningu laganna og er miklum fjármunum skattgreiðenda varið í auglýsingaherferðir stjórnmálaflokka.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: