- Advertisement -

Vill sóttvarnarhús við flugvöllinn

„Ég nefni sem dæmi sóttvarnahús. Eins og staðan er í dag þá er í sjálfu sér auðvelt að sjá til þess að veiran fari varla út fyrir flugvöllinn ef einstaklingar koma smitaðir til landsins. Það er hótel við flugvöllinn. Það er hægt að nýta aðstöðu við flugvöllinn, það er hægt að búa til sóttvarnahús, það er hægt að vera með einangrunaraðstöðu. Við eigum að nýta það,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, á Alþingi

„Við eigum að passa það á allan hátt og sjá til þess, þó að það sé undir eftirliti, að ekki verði hægt að koma inn í landið án þess að fara í sóttkví. Ég hitti einstaklinga sem vita það frá fyrstu hendi að einstaklingar fóru út um jólin, fóru í jólafrí, og komu heim til að vinna; þeir mættu á flugvöllinn og ætluðu í hálfsmánaðarsóttkví en voru mættir í vinnu daginn eftir. Í einu tilfelli voru menn jafnvel reknir heim. Það segir okkur að það sem við vorum að gera virkar ekki. Það sem við erum að gera núna, og getum gert, eftir að við verðum búin að samþykkja þessi lög, mun vonandi virka. Við á þingi eigum að stuðla að því með öllum ráðum að veiran komi ekki hingað.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: