- Advertisement -

Vinnumálastofnun geti beitt lögreglu á atvinnulaust fólk

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra á Alþingi: „Einnig er lagt til að lögreglu verði bætt í hóp þeirra stjórnvalda sem skulu láta Vinnumálastofnun í té upplýsingar sem stofnunin telur nauðsynlegar við framkvæmd laganna.“

Þá var að hann mæla fyrir frumvarpi um atvinnuleysistryggingar. Það er fleira sem hægt er hnjóta um í ræðu ráðherrans.

„Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem þykja brýnar og nauðsynlegar með það að markmiði að framkvæmd laga um atvinnuleysistryggingar verði skilvirkari en nú er. Lagt er til að bætt verði við almenn skilyrði fyrir atvinnuleysistryggingum að umsækjandi sé með skráð lögheimili á Íslandi, auk þess sem dregið verði úr vægi vottorða frá fyrrverandi vinnuveitendum þegar launamenn sækja um atvinnuleysisbætur,“ sagði ráðherrans.

Næst kom hann að kaflanum um lögregluna: „Einnig er lagt til að lögreglu verði bætt í hóp þeirra stjórnvalda sem skulu láta Vinnumálastofnun í té upplýsingar sem stofnunin telur nauðsynlegar við framkvæmd laganna. Með frumvarpinu eru jafnframt lagðar til breytingar á viðurlagakafla laganna í kjölfar dómaframkvæmdar en mikilvægt þykir að skýrt verði kveðið á um hvaða viðurlög eigi við þegar tryggður aðili hefur verið skráður án atvinnu hjá Vinnumálastofnun í fjórar vikur eða lengur og verður uppvís að því að starfa á innlendum vinnumarkaði á sama tíma og hann fær greiddar atvinnuleysisbætur án þess að hafa tilkynnt Vinnumálastofnun um tilfallandi vinnu eða að atvinnuleit sé hætt.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: