- Advertisement -

Vonbrigði Katrínar

Leiðari Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði það vonbrigði að Donald Trump hafi ákveðið að færa sendiráð Bandaríkjanna til Jerúsalem og þar með viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísrael.

Nú er deilt á hana að hafa ekki sagt meira, t.d. mikil vonbrogði, eða mjög mikil vonbrigði. Eða eitthvað allt annað.

Held að það sé nóg að segjast hafa orðið fyrir vonbrigðum. Hver er svo sem munurinn á að segja miklum eða mjög miklum vombrigðum og segja bara vonbrigðum. Það fer eftir eflaust smekk hvers og eins.

Þetta minnir mig á að þegar ég var að byrja alvöru blaðamennsku á DV á níunda áratug síðustu aldar að Jónas Kristjánsson ritstjóri benti mér á að ég hefði skrifað í frétt „mjög mikið“. Þetta sagði Jónas ekki eiga að gera, þar sem mikið er jú mikið og með öllu væri óþarft að skrifa mjög mikið um mikið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég held að þegar forsætisráðherra segist hafa orið fyrir vonbrigðum lýsi það fullvel eðlilegum viðbrögðum hennar. Hvað svo ríkisstjórn hennar gerir út á við er svo annað mál.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: